Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fótbolti.net velur Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks besta leikmann Bestu deildarinnar 2024. Valið var opinberað í Innkastinu þar sem tímabilið var gert upp.
Höskuldur fór inn á miðjuna og það breytti mjög miklu. Í gegnum allt mótið var hann frábær og dalaði aldrei. Alls var hann ellefu sinnum valinn í Sterkasta liði umferðarinnar.
Fyrirmynd innan sem utan vallar og fjórða árið í röð sem hann er í liði ársins hjá Fótbolta.net.
„Þetta er svolítið epísk sögulina, og mjög verðugir andstæðingar að fá í svona hreinan úrslitaleik. Þetta er bara meiriháttar allt saman," sagði Höskuldur eftir að Breiðablik vann 3-0 sigurinn gegn Víkingi í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í gær.
„Hann er búinn að vera ógeðslega góður í gegnum allt mótið. Það er alltaf kveikt á honum," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu.
Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í deildinni og skoraði í þeim níu mörk en hann var markahæsti leikmaður liðsins í deildinni ásamt Ísak Snæ Þorvaldssyni.
Höskuldur fór inn á miðjuna og það breytti mjög miklu. Í gegnum allt mótið var hann frábær og dalaði aldrei. Alls var hann ellefu sinnum valinn í Sterkasta liði umferðarinnar.
Fyrirmynd innan sem utan vallar og fjórða árið í röð sem hann er í liði ársins hjá Fótbolta.net.
„Þetta er svolítið epísk sögulina, og mjög verðugir andstæðingar að fá í svona hreinan úrslitaleik. Þetta er bara meiriháttar allt saman," sagði Höskuldur eftir að Breiðablik vann 3-0 sigurinn gegn Víkingi í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í gær.
„Hann er búinn að vera ógeðslega góður í gegnum allt mótið. Það er alltaf kveikt á honum," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu.
Höskuldur lék alla 27 leiki Breiðabliks í deildinni og skoraði í þeim níu mörk en hann var markahæsti leikmaður liðsins í deildinni ásamt Ísak Snæ Þorvaldssyni.
Sjá einnig:
Bestur 2023 - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
Bestur 2022 - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Bestur 2021 - Kári Árnason (Víkingur)
Bestur 2020 - Steven Lennon (FH)
Bestur 2019 - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur 2018 - Patrick Pedersen (Valur)
Bestur 2017 - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur 2016 - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir