Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Úrslitakeppni, þreföld umferð eða fjölga liðum?
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þjálfarar í Pepsi Max-deildinni er hlynntir því að lengja Íslandsmótið og fjölga leikjum. Fótbolti.net fékk í gær alla þjálfarana í deildinni til að segja skoðun sína á fjölgun leikja.

Sjá einnig:
Þjálfarar í Pepsi Max vilja fjölga leikjum - Misjafnar leiðir

Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, vill byrja mótið fyrr og enda það seinna en hafa sama leikjafölda í Pepsi Max-deildinni. Hann vill bæta við umspili á milli þriðja neðsta í úrvalsdeild og þriðja sætis í 1.deild.

Fimm þjálfarar í deildinni vilja halda tólf liðum en bæta við þrefaldri umferð.

Fjórir þjálfarar vilja fjölga leikjunum í deildinni með því að fjölga liðunum og eru þá ýmist hugmyndir um að fjölga upp í 14 eða 16 lið.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, vill fækka liðunum niður í tíu og hafa úrslitakeppni. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, er einnig hrifinn af úrslitakeppni sem myndi taka við eftir hefðbundan tvöfalda umferð.

Líklegt er að fjölgun á Íslandsmótinu verði til umræðu á ársþingi á KSÍ og ef tillaga yrði samþykkt gæti mótið verið lengt árið 2021.

Þórir Hákonarson ræddi einnig möguleika á fjölgun leikja í útvarpsþætti Fótbolta.net um síðustu helgi en hlusta má á það spjall hér að neðan.
Fótboltapólitíkin - Þreföld umferð á Íslandsmótinu 2021?
Athugasemdir
banner
banner
banner