Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson kom inn sem varamaður og lagði upp sigurmarkið þegar New York City FC vann 1-2 sigur gegn Philadelphia Union í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Bandaríkjunum.
Með sigrinum vann New York sigur í Austurdeildinni og mun spila við Portland Timbers í úrslitaleiknum um sjálfan MLS-titilinn um næstu helgi.
Með sigrinum vann New York sigur í Austurdeildinni og mun spila við Portland Timbers í úrslitaleiknum um sjálfan MLS-titilinn um næstu helgi.
Staðan var 0-0 á 58. mínútu þegar Guðmundur kom inn sem varamaður. Philadelphia komst yfir, New York jafnaði og Guðmundur lagði svo upp sigurmarkið fyrir Brasilíumanninn Talles Magno á 88. mínútu leiksins.
New York vann því Austurdeildina en hér má sjá stoðsendingu Gumma Tóta:
TALLES MAGNO FOR THE LATE LEAD IN THE CONFERENCE FINAL! 🗽⚽️ pic.twitter.com/29xPGPwcit
— New York City FC (@NYCFC) December 5, 2021
Athugasemdir