Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. janúar 2021 18:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diallo kynntur hjá Man Utd - „Kominn í fullkomið félag"
Mynd: Getty Images
Amad Diallo er orðinn leikmaður Manchester United, félagið kynnti hann til leiks í dag. Diallo er staddur í Bergamo en mun mæta til Manchester með einkaþotu á morgun.

Manchester United hefur greitt 18,2 milljónir pounda fyrir vængmanninn en samtals gæti félagið þurft að greiða 37,2 milljónir punda. Diallo er átján ára og kemur frá ítalska félaginu Atalanta en hann er fæddur á Fílabeinsströndinni.

„Eftir að hafa beðið síðan í sumar þá er draumurinn loksins að rætast, að skipta yfir í United. Ég er mjög metnaðarfullur og það er svo mikið sem ég vill afreka í þessum leik. Þegar ég ræddi við stjórann vissi ég að ég væri kominn í fullkomið félag," sagði Diallo í dag.

„Sem félag höfum við fylgst með Amad í nokkur ár og ég hef horft á hann sjálfur. Ég er á því að hann er einn af mest spennandi leikmönnum í leiknum í dag," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Athugasemdir
banner
banner