Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. janúar 2021 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýjar vendingar í máli Cavani - FA steinhissa á United sem er ósammála dómnum
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani er einum leik frá því að ljúka afplánun á leikbanni sínu. Hann var dæmdur í þriggja leikja bann um áramótin fyrir ummæli sín á Instagram eftir sigurleik gegn Southampton. 'Gracias negrito' voru orð Cavani í kveðju til félaga síns og mat knattspyrnusambandið það sem ólíðandi skilaboð. 'Negrito' er ekki niðrandi orð í úrúgvæskum kúltur en er það í enskum.

Knattspyrnusambandið sendi frá sér upplýsingar um bannið í dag. „Þar sem leikmaðurinn er stót nafn, talar ekki ensku og er með um átta milljónir fylgjenda þá er nefndin steinhissa á því að United hafi ekki 'æft' hann á samfélagsmiðlum."

Regla E3 segir: „Leikmaður skal alltaf hegða sér á sem bestan hátt fyrir hag leiksins og skal ekki hegða sér á óviðeigandi hátt. Skal ekki brjóta illa af sér, skal ekki vera með meiðyrði eða blótsyrði."

Knattspyrnusambandið segir að Cavani hafi ekki viljandi verið með rasísk skilaboð en þau hafi verið móðgandi.

Manchester United er ósammála niðurstöðu sambandsins. Í svari félagsins segir að það sé óraunhæft að hvers kyns æfing á samfélagsmiðlum hefði getað farið yfir öll orð og alla frasa á öllum tungumálum. Félagið vill að Cavani málið verði nýtt sem fordæmi í framtíðinni og kallar eftir því að 100 þúsund punda sekt Cavani verði nýtt til þess að koma í veg fyrir rasísk ummæli í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner