Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. janúar 2022 14:15
Elvar Geir Magnússon
Vardy spilar ekki fyrr en í mars - Evans í apríl
Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester.
Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn reynslumikli Jamie Vardy spilar ekki fyrr en í mars en hann verður frá vegna meiðsla aftan í læri næstu tvo mánuði.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag. Leicester er ríkjandi bikarmeistari og mætir Watford í titilvörn sinni á morgun laugardag.

Vardy er 34 ára og þarf ekki að fara í aðgerð en þarf sinn tíma til að jafna sig á meiðslunum.

Rodgers sagði á fundinum í dag að enginn af þeim leikmönnum sem voru meiddir eða fjarverandi í jólatörninni myndu geta snúið aftur til að spila gegn Watford.

Varnarmaðurinn Jonny Evans fór í aðgerð og verður frá fram í apríl. Það er stutt í James Justin og þeir Caglar Söyuncu og Patson Daka ættu að geta spilað gegn Burnley þann 15. janúar.

Þá tjáði Rodgers sig um félagaskiptagluggann á fundi sínum í dag og sagði forgangsatriði hjá Leicester að finn miðvörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner