Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Bayern hentar De Jong vel"
Mynd: EPA
Hollenska goðsögnin Ruud Gullit segir að landi hans, Frenkie de Jong, verði að yfirgefa Barcelona ef staðan breytist ekki.

De Jong missti af byrjun tímabilsins vegna ökkla meiðsla og hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliði Hansi Flick. Hann hefur aðeins verið tvisvar í byrjunarliðinu í deildinni.

„Ef staðan hans hjá Barcelona batnar ekki held ég að Bayern Munchen henti honum vel. Þeir spila svipaðan fótbolta, það er glæsilegt félag, hann gæti mögulega spilað reglulega í sinni stöðu," sagði Gullit.

„Það hjálpar líka ekki að hjá Barcelona er alltaf verið að færa hann til. Ég sá þó eitthvað jákvætt nýlega, þegar Frenkie fær að spila er hann meira við vítateiginn. Þú þarft að mörk og stoðsendingar á ferilskránna sem miðjumaður. Hann spilar ekki nóg fyrir Barcelona miðað við gæðin sem hann hefur."

De Jong er 27 ára gamall miðjumaður en mörg evrópsk félög hafa sýnt honum áhuga ásamt liðum í Sádí-Arabíu.
Athugasemdir
banner