Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Aldrei stigið inn á fótboltavöll með það í huga að meiða einhvern"
Jean-Philippe Mateta
Jean-Philippe Mateta
Mynd: EPA
Liam Roberts, markvörður Millwall, segir frá því í yfirlýsingu að hann hafi fengið hræðileg skilaboð frá stuðningsmönnum eftir að hann fékk rautt spjald gegn Crystal Palace í enska bikarnum á dögunum.

Roberts fékk rautt spjald fyrir að sparka í höfuðið á Jean-Philippe Mateta, framherja Crystal Palace, en það var tilkynnt í dag að hann fengi sex leikja bann.

Hann segir að umræða í fjölmiðlum hafi ýtt undir áreiti sem hann og fjölskyldan hans hefur orðið fyrir.

„Það hefur verið ákaflega óþægilegt að fylgjast með umræðu um að ég ætlaði að skaða starfsfélaga. Ég hef algjörlega aldrei stigið inn á fótboltavöll með það í huga að meiða einhvern.

„Á meðan rykið sest vil ég ræða um vikuna sem hefur verið mjög erfið fyrir alla sem að þessu koma, þar á meðal mig og fjölskyldu mína," segir Roberts.

„Ég hafði samband við Jean-Philippe eins fljótt og ég gat til að biðja hann afsökunar og ég var þakklátur að heyra frá honum um kvöldið og heyra að hann væri í lagi og það fullvissaði mig um að hafa ekki áhyggjur."
Athugasemdir
banner
banner
banner