Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segir að hann muni ekki fá eins mikinn tíma og Mikel Arteta fékk hjá Arsenal til að koma liðinu á beinu brautina.
Arteta tók við Arsenal 2019 og hefur náð að gera liðið að titilbaráttuliði. Arteta vann FA-bikarinn 2020 á sínu fyrsta tímabili en það er eini titillinn sem liðið hefur unnið undir hans stjórn og það tók hann þrjú tímabil að koma liðinu aftur í Meistaradeildina.
Arteta tók við Arsenal 2019 og hefur náð að gera liðið að titilbaráttuliði. Arteta vann FA-bikarinn 2020 á sínu fyrsta tímabili en það er eini titillinn sem liðið hefur unnið undir hans stjórn og það tók hann þrjú tímabil að koma liðinu aftur í Meistaradeildina.
„Ég mun ekki fá þann tíma sem Arteta fékk. Mér finnst Arsenal vera orðið annað félag og Arteta gerði vel í að glíma við vandamál," segir Amorim.
Manchester United fær Arsenal í heimsókn á sunnudaginn og meiðslalisti United liðsins er nokkuð langur. Amorim segir að það sé mikil þreyta í sínum leikmannahópi.
„Við þurfum að lifa af sunnudaginn, liðið var svo þreytt síðustu 20 mínúturnar gegn Real Sociedad. Allir eiga möguleika á því að byrja gegn Arsenal ef þeir æfa í dag."
04.03.2025 15:39
Hvetja stuðningsmenn Man Utd til að klæðast svörtu
Stuðningsmannahópur Manchester United stendur fyrir mótmælum fyrir leikinn á sunnudag en þar verður eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar bandarísku mótmælt. Stuðningsmenn Manchester United eru hvattir til að klæðast svörtu.
„Þetta er erfiður tími fyrir alla hjá félaginu. Eina sem ég get gert og leikmenn líka það er að standa sig vel og vinna leiki. Fólk á rétt á því að mótmæla, það er hluti af þessu félagi að allir hafi rödd. Mitt starf er að bæta liðið og gefa stuðningsmönnum eitthvað til að gleðjast yfir. Þeir eiga það skilið því þeir eru magnaðir," segir Amorim.
Athugasemdir