Fjölmörg mótmæli hafa verið í gegnum árin vegna eignarhalds Glazer fjölskyldunnar á Manchester United.
Manchester United tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmannahópur Manchester United stendur fyrir mótmælum fyrir leikinn en þar verður eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar bandarísku mótmælt.
Stuðningsmenn Manchester United eru hvattir til að klæðast svörtu en mótmælaganga verður frá Tollgate barnum og yfir á Old Trafford fyrir leikinn.
Í tilkynningu er sagt að svarti liturinn eigi að tákna að félagið sé hægt og rólega „að deyja“ vegna fjárhagsvandræða, lélegrar stjórnunar og vondrar framkomu við stuðningsmenn.
Stuðningsmenn Manchester United eru hvattir til að klæðast svörtu en mótmælaganga verður frá Tollgate barnum og yfir á Old Trafford fyrir leikinn.
Í tilkynningu er sagt að svarti liturinn eigi að tákna að félagið sé hægt og rólega „að deyja“ vegna fjárhagsvandræða, lélegrar stjórnunar og vondrar framkomu við stuðningsmenn.
„Félagið er smám saman að deyja fyrir framan augun á okkur, innan og utan vallar. Sökin er algjörlega hjá núverandi eigendum," segir Steve Crompton, talsmaður The 1958 stuðningsmannahópsins sem stendur fyrir mótmælunum.
United hefur tapað yfir 300 milljónum punda yfir þrjú síðustu tímabils og hefur gengið í gegnum mikinn niðurskurð. Fjölmargir starfsmenn félagsins hafa misst starfið sitt.
Athugasemdir