Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Casemiro: Of snemmt að ræða um næsta tímabil
Mynd: EPA
Casemiro, launahæsti leikmaður Manchester United, hefur reglulega verið orðaður í burtu frá félaginu að undanförnu. Hann á rúmt ár eftir af samningi og hafði verið í aukahlutverki hjá stjóranum Ruben Amorim þar til Kobbie Mainoo meiddist.

Það verður örugglega umræða um framtíð Casemiro næstu mánuðina og í sumar. Miðjumaðurinn var spurður út í framtíðina í viðtali en hann er einungis með einbeitinguna á næsta leik, leiknum gegn Arsenal á sunnudag.

„Það er of snemmt að ræða um næsta tímabil, en ég er auðvitað með eitt ár eftir af samningi og svo er möguleiki á framlengingu," sagði Casemiro.

„Við eigum mikilvæga leiki framundan, á sunnudag er leikur gegn Arsenal. Það er of snemmt að tala um næsta tímabil."

„Ég er hér, ég er til taks, með fulla hamingu og er tilbúinn fyrir stjórann og félagið. Eins og allir vita, þá er ég stór karakter fyrir félagið,"
sagði hinn 33 ára gamli brasilíski miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner