Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Enn eitt áfallið fyrir Man Utd"
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur opinberað það að hann vilji klára samning sinn hjá Manchester United.

Fréttamiðillinn Mirror ákvað að grínast með þetta og sagði það enn eitt áfallið fyrir United.

Casemiro átti flott fyrsta tímabil með Man Utd en síðastliðnar tvær leiktíðar hafa verið afar erfiðar fyrir hann. Brasilíumaðurinn hefur ekki verið fastamaður í liðinu á þessu tímabili.

„Enn eitt áfallið fyrir Man Utd þar sem miðjumaðurinn Casemiro segist vilja vera áfram," skrifar Mirror á samfélagsmiðilinn X.

Casemiro er með 300 þúsund pund á viku og á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum. United myndi örugglega vilja losna við hann af launaskrá ef það er hægt.
Athugasemdir
banner
banner
banner