Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Zerbi gagnrýnir Greenwood - „Verður að sýna meiri stöðugleika"
Mynd: EPA
Roberto de Zerbi, stjóri Marseille, gagnrýnir Mason Greenwood, framherja liðsins, fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Greenwood hefur átt gott tímabil hvað varðar markaskorun en hann hefur skorað fimmtán mörk á tímabilinu en De Zerbi vill sjá meira vinnuframlag frá sóknarmanninum.

De Zerbi sagði frá því að hann hafi mikið viljað fá hann eftir að Greenwood var ekki lengur í myndinni hjá Man Utd eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot.

„Það breytir því ekki að ég býst við meiru frá honum. Hann verður að gera meira, það sem hann er að gera núna er ekki nóg. Ef hann vill ná sínu markmiði að verða meistari verður hann að sýna meiri stöðugleika, fórna meiru og vera ákveðinn. Annars lendum við sem lið aftur ís ama farinu, eiga mjög góðan leik en tapa á móti Auxerre og vinna svo gegn Nantes. Það er of óreglulegt, ég kann ekki að meta það," sagði De Zerbi.
Athugasemdir
banner
banner
banner