Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rekinn úr hópnum eftir leik á Íslandi og spilar ekki fleiri fyrir England
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska fótboltasambandið hefur opinberað að Mason Greenwood hefur ákveðið að spila fyrir Jamaíku. Greenwood lék einungis einn landsleik fyrir England, sá leikur fór fram árið 2020. Greenwood getur ekki skipt til baka.

Heimir Hallgrímsson hafði reynt að fá Greenwood til að spila fyrir Jamaíku en ekkert varð af því í þjálfaratíð Heimis. Steve McClaren er þjálfari Jamaíku í dag og etur valið Greenwood í sinn hóp.

Greenwood, sem er uppalinn hjá Manchester United, er í dag leikmaður Marseille í Frakklandi og hefur leikið vel. Hann var keyptur til franska félagsins frá United síðasta sumar.

Greenwood er 23 ára sóknarmaður sem yfirgaf United eftir að hafa beitt kærustu sína ofbeldi.

Eini leikur Greenwood fyrir enska landsliðið var gegn Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Hann var síðan sendur heim ásamt Phil Foden eftir að hafa brotið sóttkví á hóteli enska landsliðsins. Þeir félagarnir fengu tvær íslenskar dömur upp á herbergi sitt eins og lesa má meira um hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner