
KSÍ greindi frá því í dag að heimaleikir íslenska kvennalandsliðsins í apríl muni fara fram á Þróttarvelli í Laugardal.
Ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli vegna framkvæmda en þar er verið að skipta um undirlag; setja hybrid-gras í stað venjulegs grass.
Ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli vegna framkvæmda en þar er verið að skipta um undirlag; setja hybrid-gras í stað venjulegs grass.
Leikirnir sem kvennalandsliðið spilar á Þróttarvelli eru leikir í Þjóðadeildinni. Leikið er gegn Noregi 4. apríl og Sviss 8. apríl. Stöðuna í riðlinum má sjá neðst í fréttinni.
Af heimasíðu KSÍ:
Eins og komið hefur fram er verið að endurnýja leikflötinn á Laugardalsvelli. Áætlað er að völlurinn verði tilbúinn í júní og standa vonir til þess að heimaleikur A kvenna gegn Frakklandi 3. júní verði leikinn þar. Ef það gengur ekki eftir þá fer sá leikur einnig fram á Þróttarvellinum.
Nánari upplýsingar um miðasölu og annað verða birtar síðar.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 4 | 4 | 0 | 0 | 8 - 2 | +6 | 12 |
2. Noregur | 4 | 1 | 1 | 2 | 2 - 4 | -2 | 4 |
3. Ísland | 4 | 0 | 3 | 1 | 5 - 6 | -1 | 3 |
4. Sviss | 4 | 0 | 2 | 2 | 4 - 7 | -3 | 2 |
Athugasemdir