Eddie Howe, stjóri Newcastle, fór yfir ýmis mál á fréttamannafundi í morgunsárið. Newcastle er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og heimsækir West Ham.
Hér má sjá samantekt á því helsta sem fram fór á fundinum.
Hér má sjá samantekt á því helsta sem fram fór á fundinum.
04.03.2025 23:09
Newcastle ætlar ekki að áfrýja rauða spjaldinu - Í banni í úrslitaleiknum
Ekki grundvöllur fyrir áfrýjun
Anthony Gordon missir af næstu þremur leikjum Newcastle vegna leikbanns, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Liverpool eftir rúma viku. Newcastle ákvað að áfrýja rauða spjaldinu ekki.
„Við fórum yfir málið með stjórnendum félagsins og lögfræðingum. Á endanum töldum við ekki grundvöll fyrir því að áfrýja. Hann ætlaði ekki að meiða neinn en áfrýjun hefði engu skilað," segir Howe.
Botman frá í tvo mánuði
Varnarmaðurinn meiðslahrjáði Sven Botman varð fyrir bakslagi og er eftur kominn á meiðslalistann.
„Við höfum reynt að koma honum í fullt stand og vorum mjög nálægt því. En svo fann hann fyrir sama vandamáli í hné og þarf líklega að fara í aðgerð. Við vonumst til þess að hann verði kominn aftur eftir um átta vikur," segir Howe.
05.03.2025 10:41
Tímabilið búið hjá Hall
Högg fyrir Hall og okkur
Bakvörðurinn ungi Lewis Hall spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.
„Þetta eru mikil vonbrigði. Það er úrslitaleikur framundan og mögulega hefði Hall verið í enska landsliðshópnum. Hann var að spila virkilega vel svo þetta er högg fyrir hann. Mikilvægast núna er að hann jafni sig vel og komi eins sterkur til baka," segir Howe.
Staða á öðrum leikmönnum
Alexander Isak og Kieran Trippier ættu að vera klárir í leikinn á mánudaginn. Það styttist í endurkomu Jamaal Lascelles sem er farinn að æfa á grasinu en ekki með hópnum.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |
Athugasemdir