Newcastle United hefur ákveðið að áfrýja ekki rauða spjaldinu sem Anthony Gordon fékk að líta í leik gegn Brighton um helgina og er því ljóst að hann er á leið í þriggja leikja bann.
Gordon sá rautt fyrir að slá Jan Paul van Hecke er þeir tveir áttust við í teig Brighton.
Newcastle var að íhuga að áfrýja rauða spjaldinu en ákvað að nýta ekki þann rétt.
Þetta þýðir að Gordon verður ekki með í næsta deildarleik gegn West Ham og missir einnig af úrslitaleiknum gegn Liverpool í deildabikarnum og í deildinni gegn Brentford.
Ömurlegar fréttir fyrir Newcastle sem er að missa lykilmann fyrir stærsta leik tímabilsins hjá félaginu.
Athugasemdir