Eins og Fótbolti.net fjallaði um í vikunni þá er Benjamín Björnsson þessa dagana á reynslu hjá danska félaginu AGF. Benjamín er 14 ára og verður 15 ára seinna á þessu ári. Hann er unglingalandsliðsmaður sem spilaði í 2.-4. flokki Stjörnunnar síðasta sumar.
Eftir umfjöllun Fótbolta.net hafði danski miðillinn Tipsbladet samband við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, og ræddi við hann um Benjamín.
Eftir umfjöllun Fótbolta.net hafði danski miðillinn Tipsbladet samband við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, og ræddi við hann um Benjamín.
„Hann er spennandi leikmaður sem er fljótur og mjög góður á boltan. Hann er frábær að hlaupa með boltann og taka menn á og gerir liðsfélaga sína betri. Hann spilar annað hvort sem 'tía' eða á kantinum. Á vængnum er hann góður án bolta og hann er svo notaður í tíunni til að styrkja færnina á litlum svæðum," sagði Jökull.
Benjamín hefur æft með meistaraflokki Stjörnunnar.
„Það kom mér á óvart þegar hann æfði fyrst með okkur í aðalliðinu. Hann var ekki gripinn út úr stöðu, sem er ekki alltaf raunin með leikmenn á hans aldri."
„Hann er ekki sá hávaxnasti en hann er líkamlega strkur. Hann er líka vel undirbúinn fyrir fótbolta á hærra stigi, auk þess sem hann hefur marga eiginleika sem hafa ekkert með líkamsbyggingu að gera. Við verjum miklum tíma í að þjálfa höfuðið á honum svo hann viti hvað bíður hans á hærra stigi," sagði Jökull.
Í umfjöllun Tipsbladet kemur fram að Benjamín er frændi Tómasar Óla Kristjánssonar sem fór til AGF frá Stjörnunni í fyrra.
Athugasemdir