Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Þurfum að vakna því stærsti leikur tímabilsins er framundan“
Tottenham átti dapra frammistöðu.
Tottenham átti dapra frammistöðu.
Mynd: EPA
Tottenham átti dapra frammistöðu og tapaði 1-0 gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gær. Skrautlegt sjálfsmark Lucas Bergvall skildi liðin að.

„Þetta var alls ekki boðleg frammistaða hjá okkur," segir Son Heung-min, fyrirliði Tottenham. Enska liðið var hreinlega heppið að tapa ekki stærra en seinni leikurinn verður í næstu viku.

„Við vorum daufir, sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik og spiluðum ekki eins og við eigum að gera. Allir eru svekktir með frammistöðuna, bæði einstaklingsframmistöður og liðsins í heild."

„Það eru engar afsakanir. Við vorum lélegir og þurfum að spila mun betur í næstu viku. Við þurfum að nota þennan leik til að vekja okkur, mikilvægasti leikur tímabilsins er framundan."
Athugasemdir
banner
banner