Áður en að Arnar Gunnlaugsson var í janúar ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins voru nokkur önnur nöfn orðuð við starfið. Arnar Gunnlaugs, Freyr Alexandersson og Bo Henriksen funduðu með KSÍ og þeir Janne Andersson og Per-Mathias Högmo voru orðaðir við starfið.
Sviinn Janne var til viðtals í vikunni þar sem hann sagði frá því að hann væri búinn að ákveða að hætta í þjálfun.
Sviinn Janne var til viðtals í vikunni þar sem hann sagði frá því að hann væri búinn að ákveða að hætta í þjálfun.
Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 2016-23 og hafði þar á undan stýrt Halmstad, Örgryte og Norrköping. Hann gerði Norrköping að meisturum 2015 og var valinn þjálfari ársins í Svíþjóð. Hann fór með Svía í 8-liða úrslit HM 2018 og upp í A-deild Þjóðadeildarinnar 2019. Hann náði ekki að fylgja því eftir og mistókst að koma Svíum á HM 2022 og EM 2024.
„Ég hef eiginlega ákveðið að vera ekki áfram fótboltaþjálfari. Ég hætti í desember og fór í aðgerð á hné. Ég hef sagt nei við þeim tilboðum sem hafa komið, hugmyndin er að gera eitthvað annað áður en ég verð of gamall," sagði hinn 62 ára gamli Svíi við Mitt i Stockholm.
„Ég geri það sem ég vil þar sem ég er frjáls eins og fuglinn. Það eru forréttindi," segir Janne.
Athugasemdir