De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 25. mars 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Svía var verðlaunaður fyrir pylsuát
Mynd: Twitter
Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svía, hefur væntanlega fagnað sigrinum gegn Tékklandi í HM umspilinu i gær með því að fá sér pylsu.

Það er líklega enginn þjálfari í heiminum sem borðar fleiri pylsur en hann Janne og internetið geymir ófáar myndir af honum að sporðrenna pylsum.

Félag pylsugerðarfólks í Svíþjóð verðlaunaði hann á síðasta ári fyrir að breiða út boðskap pylsunnar.

„Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég er snortinn. Í ljósi þess hversu margar pylsur ég hef borðað þá get ég sagt að ég er öflugur talsmaður fyrir pylsur. Ég bjóst ekki við því að vinna þessi flottu verðlaun," sagði Janne.

En hvernig vill Janne hafa pylsuna sína?

„Hún má ekki vera of vatnskennd, það verður að vera þétt og gott kjöt. Svo er það bara tómatsósa og sinnep. Ekkert annað."

Svíþjóð mætir Póllandi á þriðjudaginn í hreinum úrslitaleik í umspilinu um sæti á HM í Katar.


Athugasemdir
banner