mið 07. apríl 2021 19:22 |
|
Boateng fer frítt í sumar (Staðfest)
Jerome Boateng, leikmaður Bayern Munchen, fer frá félaginu í sumar. Samningur Þjóðverjans er að renna út og verður hann ekki endurnýjaður.
Það staðfesti Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern.
Boateng er miðvörður sem verður 33 ára í haust. Hann á að baki 76 A-landsleiki og hefur verið hjá Bayern frá árinu 2011. Þar áður var hann hjá Hertha, Hamburger og Manchester City.
Jerome er hálf bróðir Kevin-Prince Boateng. Faðir þeirra bræðra er frá Ghana en móðir Jerome er þýsk.
Boateng er þessa stundina á varamannabekk Bayern þegar liðið leikur á móti PSG í Meistaradeildinni.
Það staðfesti Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern.
Boateng er miðvörður sem verður 33 ára í haust. Hann á að baki 76 A-landsleiki og hefur verið hjá Bayern frá árinu 2011. Þar áður var hann hjá Hertha, Hamburger og Manchester City.
Jerome er hálf bróðir Kevin-Prince Boateng. Faðir þeirra bræðra er frá Ghana en móðir Jerome er þýsk.
Boateng er þessa stundina á varamannabekk Bayern þegar liðið leikur á móti PSG í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
11:00
17:01