Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 07. maí 2021 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Miklu meiri standard en maður átti von á
Bjarni Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson þjálfarar Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson þjálfarar Njarðvíkur
Mynd: VF-myndir: Pket
Njarðvíkingar fengu Þrótt Vogum í heimsókn í sannkölluðum stórslag í 2.deild karla á Rafholtsvellinum nú kvöld.
Báðum þessum liðum er spáð baráttu um að komast upp í Lengjudeildina að ári og er Njarðvíkingum spáð 2.sætinu og Þrótti Vogum 1.sætinu.

Þetta var bara þrælfínn leikur hjá okkur svona lungað úr leiknum. Fannst við hafa ágætis tök á leiknum og fannst við koma mjög vel inn í hann og þetta Þróttara lið er búið að vera óstöðvandi hérna í allan vetur þannig þetta var vel gert hjá okkur svona framan af Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  3 Þróttur V.

Við eigum auðvitað að verja 3-1. Við eigum alveg að vera það öflugir að geta varið það en þeir komu með þvílíkum látum með þessum skiptingum sínum og uppskáru 2 mörk en ég hefði viljað sjá okkur verja forystuna betur.

Báðum þessum liðum er spáð upp en aðspurður sagði Bjarni Jó það ekki skipta máli hvenær þeir mættu þeim.
Ég held að það sé alveg sama hvenær maður mætir þeim, maður verður einhvertíman að mæta þeim og þetta var bara hörku leikur og miklu meiri standard en maður átti von á.

Það er alltaf verið að kíkja á hlutina og þessum liðum er spáð upp en maður hefur séð alltof lítið af þessum liðum sem eru í þessari deild en vonandi tekst okkur að vera í þessari toppbaráttu. Sagði Bjarni Jó aðspurður um styrk hópsins sem hann er með og hvort hann vildi bæta einhverju við.

Nánar er rætt við Bjarna í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir