fös 07. maí 2021 14:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 8. sæti
Hömrunum er spáð 8. sæti í 2. deild
Hömrunum er spáð 8. sæti í 2. deild
Mynd: Skapti Hallgrímsson
Mynd: Hamrarnir
Bojana Besic stýrir Hömrunum
Bojana Besic stýrir Hömrunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við báðum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Hamrarnir
9. Hamar
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 2. deild

Þjálfari: Bojana Besic er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Hamranna. Hún hefur áralanga reynslu af meistaraflokks- og yngri flokka þjálfun.

Það er svipuð uppskrift hjá Hömrunum og undanfarin ár en margir nýjir leikmenn sem munu fá að spreyta sig í deildinni. Liðið er að mestu byggt upp á ungum heimastelpum sem koma úr yngri flokka starfi Þórs og KA. Eins og undanfarin ár hafa þónokkrir lykilleikmenn síðasta árs tekið skrefið upp í Þór/KA og sviðið því laust fyrir ný andlit að láta ljós sitt skína.

Lykilmenn: Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmsdóttir og Steingerður Snorradóttir verða lykilleikmenn ef þær spila með liðinu í sumar.

Gaman að fylgjast með: Sonja Björg Sigurðardóttir er efnilegur leikmaður fædd 2006. Hún hefur sýnt góða og lofandi frammistöðu á undirbúningstímabilinu.

Við heyrðum í Bojönu þjálfara og spurðum hana út í spánna og sumarið:

Hvað finnst þér um að vera spáð 8. sætinu og kemur það á óvart

„Nei, það kemur ekki á óvar. Fólk er eflaust að spá útfrá gengi á Kjarnafæðismótinu á móti liðum í okkar deild. Svo eru einnig miklar breytingar á hópnum frá því í fyrra.”

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

„Bara nokkuð vel. Við náðum einhverjum leikjum í Kjarnafæðismótinu þar sem við spiluðum bæði við lið í okkar deild en einnig á móti liðum úr Pepsi Max-deildinni.”

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?

„Já, það er alveg nokkuð um breytingar frá því í fyrra. Við höfum misst nokkra leikmenn yfir í Þór/KA og það er mikill heiður fyrir okkur. Svo voru stelpur hjá okkur á láni frá öðrum félögum og þær eru farnar til baka. En við erum með frábæran hóp í ár og stærsta breytingin er kannski sú að hópurinn í ár verður stærri en í fyrra.”

Hvernig áttu von á að deildin spilist í sumar?

„Þetta verður mikil óvissa og mjög spennandi sumar held ég. Hver leikur verður eins og úrslitaleikur og ég held að það verði ekkert lið búið að tryggja sig í úrslitakeppnina fyrr en í síðustu umferð.”

Ertu sátt við keppnisfyrirkomulag í deildinni?

„Ég er mjög ánægð að sjá fjölgun liða í deildinni. Þetta er frábært fyrir kvennafótboltann og vonandi verða enn fleiri lið í framtíðinni. Það myndi hjálpa okkur að fjölga deildum kvennamegin og fá fleiri leiki í öllum deildum. Ég væri til í að spila tvöfalda umferð en fyrst það var ekki hægt finnst mér þetta fyrirkomulag betra en að spila í tveimur riðlum.”

Komnar:
Edda Líney Baldvinsdóttir frá Gróttu
Fjöldi yngri leikmanna úr bæði Þór og KA hefur skipt yfir í Hamranna

Farnar:
Arna Kristinsdóttir í Þór/KA
Eyvör Pálsdóttir í Tindastól
Hafrún Mist Guðmundsdóttir í Þór/KA
Lilja Björg Geirsdóttir í Þór/KA
Lovísa Björk Sigmarsdóttir í Völsung
Margrét Selma Steingrímsdóttir í Fram

Fyrstu leikir Hamranna:
12. maí Fram - Hamrarnir
22. maí Hamrarnir - SR
30. maí KH - Hamrarnir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner