Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
   fös 07. maí 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Spennandi fallbaráttudagur í Championship framundan
Klukkan 11:30 á morgun verður lokaumferðin í Championship-deildinni. Norwich og Watford eru búin að tryggja sér efstu sætin og þátttöku í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Þá er ljóst að Brentford, Swansea, Bournemouth og Barnsley fara í umspil um þriðja lausa sætið.

Í lokaumferðinni munu augun beinast að fallbaráttunni. Ekkert lið er formlega fallið þó möguleikar Wycombe séu nánast engir. Þrjú neðstu liðin falla og fjögur lið eru í fallhættu.


Wayne Rooney vonast til að forðast fall á sínu fyrsta tímabili sem stjóri en hann mun stýra Derby gegn Sheffield Wednesday í leik þar sem að minnsta kosti annað liðið mun falla. Derby er sem stendur tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Hjá Derby hafa úrslitin verið slæm og mikil óvissa verið bak við tjöldin. Vandræðagangur sem fáir sáu fyrir. Liðið hefur tapað sex síðustu leikjum og ef liðið tapar á morgun þá fer liðið niður í C-deild í fyrsta sinn síðan 1986. Jafntefli mun bara duga Derby ef Rotherham vinnur ekki Cardiff.

Hvað verður um stjóraferil Rooney ef Derby fellur?

Sheffield Wednesday byrjaði tímabilið með 12 stig í mínus en það var síðan minnkað niður í 6 stig en félagið braut eyðslureglur deildarinnar.

Garry Monk var rekinn í nóvember og Tony Pulis ráðinn. Pulis vann aðeins einn af tíu leikjum áður en hann var rekinn líka. Darren Moore heldur nú um stjórnartaumana hjá Sheffield Wednesday sem verður að vinna á morgun til að halda sætinu.

Leikirnir sem liðin í fallbaráttunni eiga:
Derby - Sheffield Wednesday
Cardiff - Rotherham
Middlesbrough - Wycombe
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 26 15 7 4 57 29 +28 52
2 Middlesbrough 26 13 7 6 37 26 +11 46
3 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
4 Preston NE 26 11 10 5 36 25 +11 43
5 Millwall 26 12 7 7 29 33 -4 43
6 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
7 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
8 Stoke City 26 12 4 10 32 23 +9 40
9 Wrexham 26 10 10 6 38 32 +6 40
10 Bristol City 26 11 6 9 38 29 +9 39
11 QPR 26 11 5 10 38 39 -1 38
12 Leicester 26 10 7 9 37 38 -1 37
13 Derby County 26 9 8 9 35 35 0 35
14 Birmingham 26 9 7 10 35 36 -1 34
15 Southampton 26 8 9 9 38 38 0 33
16 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
17 Swansea 26 9 5 12 27 33 -6 32
18 West Brom 26 9 4 13 29 35 -6 31
19 Charlton Athletic 25 7 8 10 25 32 -7 29
20 Blackburn 25 7 7 11 24 30 -6 28
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 26 6 6 14 28 39 -11 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 25 1 8 16 18 51 -33 -7
Athugasemdir
banner
banner
banner