Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. júní 2021 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Nikolaj lék gömlu félagana grátt
Öflugur!
Öflugur!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 1 Víkingur R.
1-0 Kaj Leo í Bartalsstovu ('56 )
1-1 Nikolaj Andreas Hansen ('94 )
Lestu nánar um leikinn

Það var dramatík í toppslagnum á Hlíðarenda í kvöld; Valur og Víkingur áttust við í Pepsi Max-deildinni.

Staðan var markalaus þegar flautað var til hálfleiks. „Valsmenn byrjuðu leikinn betur fyrstu tíu mínúturnar en síðan tóku Víkingar yfir leikinn og hafa verið miklu hættulegri," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Á 56. mínútu leiksins skoraði færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu fyrsta mark leiksins og það var fallegt.

„Kiddi Freyr kemur boltanum út á Kaj Leo sem köttar inn á vinstri fótinn sinn og lætur vaða og boltinn syngur í fjærhorninu. Óverjandi fyrir Þórð Ingason," skrifaði Anton Freyr.

Víkingar fengu svo sannarlega tækifæri til að jafna í seinni hálfleiknum. Valsmenn virtust vera að sigla sigrinum heim en á síðustu stundu jafnaði Nikolaj Hansen gegn sínum gömlu félögum. Hann lék sína gömlu félaga í Val grátt þar.

Núna er staðan þannig að Valur er áfram með tveggja stiga forystu á Víkinga á toppnum. Bæði lið eru áfram taplaus á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner