Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
   þri 07. júní 2022 22:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Það er bara kassinn út og áfram
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu viðbrögðin mín eftir þennan leik er bara að ég fór að hugsa á bekknum áðan að þegar við teymið tökum við í 9. sæti í 1. deild og einu og hálfu eða tveimur árum seinna erum við mætt á Valsvöllinn að spila okkar fótboltaleik og það er það sem við ætlum að standa með," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar eftir 6-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

„Eins og ég sagði við stelpurnar í hálfleik að við ætlum ekki að vera litlar. Við ætlum að vera bara stórar og spila okkar leik og bara reyna að láta boltann rúlla á móti góðu Valsliði."

Alexander sagði að liðið hafi lagt upp með að halda áfram með það sem þau eru búin að vera að gera.

„Þetta er bara þannig að við erum að reyna að spila okkar fótbolta og reyna náttúrulega að stoppa andstæðingana en ég meina að vera svolítið hátt uppi með línuna gefur svona auka færi á sér, þannig þetta er svolítið að detta inn hjá þeim þannig að það er bara þannig."


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Afturelding

Þetta er annað stórtap Aftureldingar í röð en í síðustu umferð tapaði liðið 6-1 fyrir Breiðablik. Alexander hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni hafa mikil áhrif á sjálfstraustið í liðinu.

„Nei við vissum alveg fyrir þetta mót að það væri 'up and downs' í þessu sko, en við ætlum bara að hugsa svolítið stórt og kassann fram. At the end, ef maður reynir að spila fótbolta þá verður maður betri heldur en að fara kannski að pakka í vörn og fara aftur fyrir varnir. Þannig ég er mjög ánægður bara með að trúin er ennþá til staðar. Við erum búin að vera í velgengni í eitt og hálft ár þannig nú er smá brekka. Það er bara kassinn út og áfram."

Christina Clara Settles fékk beint rautt spjald á 64. mínútu fyrir brot rétt fyrir utan teig.

„Líklegast rétt sko, hún brýtur á henni fyrir utan teiginn og það er bara rautt og það er lítið sem við getum gert í því," sagði Alexander um spjaldið.

 Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir