Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   þri 07. júní 2022 22:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Það er bara kassinn út og áfram
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu viðbrögðin mín eftir þennan leik er bara að ég fór að hugsa á bekknum áðan að þegar við teymið tökum við í 9. sæti í 1. deild og einu og hálfu eða tveimur árum seinna erum við mætt á Valsvöllinn að spila okkar fótboltaleik og það er það sem við ætlum að standa með," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar eftir 6-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

„Eins og ég sagði við stelpurnar í hálfleik að við ætlum ekki að vera litlar. Við ætlum að vera bara stórar og spila okkar leik og bara reyna að láta boltann rúlla á móti góðu Valsliði."

Alexander sagði að liðið hafi lagt upp með að halda áfram með það sem þau eru búin að vera að gera.

„Þetta er bara þannig að við erum að reyna að spila okkar fótbolta og reyna náttúrulega að stoppa andstæðingana en ég meina að vera svolítið hátt uppi með línuna gefur svona auka færi á sér, þannig þetta er svolítið að detta inn hjá þeim þannig að það er bara þannig."


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Afturelding

Þetta er annað stórtap Aftureldingar í röð en í síðustu umferð tapaði liðið 6-1 fyrir Breiðablik. Alexander hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni hafa mikil áhrif á sjálfstraustið í liðinu.

„Nei við vissum alveg fyrir þetta mót að það væri 'up and downs' í þessu sko, en við ætlum bara að hugsa svolítið stórt og kassann fram. At the end, ef maður reynir að spila fótbolta þá verður maður betri heldur en að fara kannski að pakka í vörn og fara aftur fyrir varnir. Þannig ég er mjög ánægður bara með að trúin er ennþá til staðar. Við erum búin að vera í velgengni í eitt og hálft ár þannig nú er smá brekka. Það er bara kassinn út og áfram."

Christina Clara Settles fékk beint rautt spjald á 64. mínútu fyrir brot rétt fyrir utan teig.

„Líklegast rétt sko, hún brýtur á henni fyrir utan teiginn og það er bara rautt og það er lítið sem við getum gert í því," sagði Alexander um spjaldið.

 Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner