29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 07. júní 2022 22:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Það er bara kassinn út og áfram
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu viðbrögðin mín eftir þennan leik er bara að ég fór að hugsa á bekknum áðan að þegar við teymið tökum við í 9. sæti í 1. deild og einu og hálfu eða tveimur árum seinna erum við mætt á Valsvöllinn að spila okkar fótboltaleik og það er það sem við ætlum að standa með," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar eftir 6-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

„Eins og ég sagði við stelpurnar í hálfleik að við ætlum ekki að vera litlar. Við ætlum að vera bara stórar og spila okkar leik og bara reyna að láta boltann rúlla á móti góðu Valsliði."

Alexander sagði að liðið hafi lagt upp með að halda áfram með það sem þau eru búin að vera að gera.

„Þetta er bara þannig að við erum að reyna að spila okkar fótbolta og reyna náttúrulega að stoppa andstæðingana en ég meina að vera svolítið hátt uppi með línuna gefur svona auka færi á sér, þannig þetta er svolítið að detta inn hjá þeim þannig að það er bara þannig."


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Afturelding

Þetta er annað stórtap Aftureldingar í röð en í síðustu umferð tapaði liðið 6-1 fyrir Breiðablik. Alexander hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni hafa mikil áhrif á sjálfstraustið í liðinu.

„Nei við vissum alveg fyrir þetta mót að það væri 'up and downs' í þessu sko, en við ætlum bara að hugsa svolítið stórt og kassann fram. At the end, ef maður reynir að spila fótbolta þá verður maður betri heldur en að fara kannski að pakka í vörn og fara aftur fyrir varnir. Þannig ég er mjög ánægður bara með að trúin er ennþá til staðar. Við erum búin að vera í velgengni í eitt og hálft ár þannig nú er smá brekka. Það er bara kassinn út og áfram."

Christina Clara Settles fékk beint rautt spjald á 64. mínútu fyrir brot rétt fyrir utan teig.

„Líklegast rétt sko, hún brýtur á henni fyrir utan teiginn og það er bara rautt og það er lítið sem við getum gert í því," sagði Alexander um spjaldið.

 Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner