Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   þri 07. júní 2022 22:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Það er bara kassinn út og áfram
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu viðbrögðin mín eftir þennan leik er bara að ég fór að hugsa á bekknum áðan að þegar við teymið tökum við í 9. sæti í 1. deild og einu og hálfu eða tveimur árum seinna erum við mætt á Valsvöllinn að spila okkar fótboltaleik og það er það sem við ætlum að standa með," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar eftir 6-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

„Eins og ég sagði við stelpurnar í hálfleik að við ætlum ekki að vera litlar. Við ætlum að vera bara stórar og spila okkar leik og bara reyna að láta boltann rúlla á móti góðu Valsliði."

Alexander sagði að liðið hafi lagt upp með að halda áfram með það sem þau eru búin að vera að gera.

„Þetta er bara þannig að við erum að reyna að spila okkar fótbolta og reyna náttúrulega að stoppa andstæðingana en ég meina að vera svolítið hátt uppi með línuna gefur svona auka færi á sér, þannig þetta er svolítið að detta inn hjá þeim þannig að það er bara þannig."


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Afturelding

Þetta er annað stórtap Aftureldingar í röð en í síðustu umferð tapaði liðið 6-1 fyrir Breiðablik. Alexander hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni hafa mikil áhrif á sjálfstraustið í liðinu.

„Nei við vissum alveg fyrir þetta mót að það væri 'up and downs' í þessu sko, en við ætlum bara að hugsa svolítið stórt og kassann fram. At the end, ef maður reynir að spila fótbolta þá verður maður betri heldur en að fara kannski að pakka í vörn og fara aftur fyrir varnir. Þannig ég er mjög ánægður bara með að trúin er ennþá til staðar. Við erum búin að vera í velgengni í eitt og hálft ár þannig nú er smá brekka. Það er bara kassinn út og áfram."

Christina Clara Settles fékk beint rautt spjald á 64. mínútu fyrir brot rétt fyrir utan teig.

„Líklegast rétt sko, hún brýtur á henni fyrir utan teiginn og það er bara rautt og það er lítið sem við getum gert í því," sagði Alexander um spjaldið.

 Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner