Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 07. júní 2022 22:58
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander: Það er bara kassinn út og áfram
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Alexander Aron Davorsson, annar af þjálfurum Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu viðbrögðin mín eftir þennan leik er bara að ég fór að hugsa á bekknum áðan að þegar við teymið tökum við í 9. sæti í 1. deild og einu og hálfu eða tveimur árum seinna erum við mætt á Valsvöllinn að spila okkar fótboltaleik og það er það sem við ætlum að standa með," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar eftir 6-1 tap gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

„Eins og ég sagði við stelpurnar í hálfleik að við ætlum ekki að vera litlar. Við ætlum að vera bara stórar og spila okkar leik og bara reyna að láta boltann rúlla á móti góðu Valsliði."

Alexander sagði að liðið hafi lagt upp með að halda áfram með það sem þau eru búin að vera að gera.

„Þetta er bara þannig að við erum að reyna að spila okkar fótbolta og reyna náttúrulega að stoppa andstæðingana en ég meina að vera svolítið hátt uppi með línuna gefur svona auka færi á sér, þannig þetta er svolítið að detta inn hjá þeim þannig að það er bara þannig."


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Afturelding

Þetta er annað stórtap Aftureldingar í röð en í síðustu umferð tapaði liðið 6-1 fyrir Breiðablik. Alexander hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni hafa mikil áhrif á sjálfstraustið í liðinu.

„Nei við vissum alveg fyrir þetta mót að það væri 'up and downs' í þessu sko, en við ætlum bara að hugsa svolítið stórt og kassann fram. At the end, ef maður reynir að spila fótbolta þá verður maður betri heldur en að fara kannski að pakka í vörn og fara aftur fyrir varnir. Þannig ég er mjög ánægður bara með að trúin er ennþá til staðar. Við erum búin að vera í velgengni í eitt og hálft ár þannig nú er smá brekka. Það er bara kassinn út og áfram."

Christina Clara Settles fékk beint rautt spjald á 64. mínútu fyrir brot rétt fyrir utan teig.

„Líklegast rétt sko, hún brýtur á henni fyrir utan teiginn og það er bara rautt og það er lítið sem við getum gert í því," sagði Alexander um spjaldið.

 Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner