Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 07. júní 2023 00:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með viðbrögðin eftir höggið: Sá löngunina í augunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef séð þetta svo oft hjá honum á æfingum, sakna þess að sjá þetta í leikjum.
Ég hef séð þetta svo oft hjá honum á æfingum, sakna þess að sjá þetta í leikjum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rúnari fannst markið hjá Flóka alveg stórglæsilegt.
Rúnari fannst markið hjá Flóka alveg stórglæsilegt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér er létt, þetta var mjög erfiður leikur, sérstaklega eftir að við komumst í 1-0 því þá tók Stjarnan yfir leikinn," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigur í framlengdum leik gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Það voru einstaka skyndisóknir sem litu álitlega út en okkur vantaði aðeins meiri gæði í sendingu og völlurinn var kannski ekki að hjálpa heldur. Mér fannst Stjarnan ráða betur við það og þeir áttu sannarlega skilið að jafna leikinn."

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

Jöfnunarmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótatíma í lok leiks. Rúnar talar um verðskuldað mark hjá Stjörnunni, en var það samt högg?

„Það var smá högg, það voru þrjár mínútur eftir af sjö mínútna uppbótatíma. Maður hugsaði að við hlytum að sigla þessu heim, en þá slökknar á 1-2 og þeir taka stutt horn. Við erum bara sofandi, menn eru orðnir þreyttir og missa fókus."

„En mér fannst strákarnir ógeðslega flottir í hléinu eftir 90 mínúturnar, maður sá í augunum á þeim hvað þá langaði mikið að komast áfram í keppninni. Ég þurfti ekki að segja neitt sérstaklega mikið, þeir fóru bara og kláruðu þetta, skoruðu mark mjög snemma og mér fannst ekki mikil hætta eftir það."


Kom uppbótatíminn, sjö mínútur, í lok leiks á óvart? „Mér fannst það dálítið mikið, Helgi sagði mér hvernig það kom til. Maður virðir það bara, þeir vita alveg hvað þeir eru að gera, stoppa tímann þegar það eru meiðsli. Við bara sættum okkur við það, ekkert að kvarta eða kveina, við erum með bestu mennina í þessu starfi."

Klafs???
Bæði mörkin hjá KR voru virkilega góð, falleg mörk. Fyrra markið var alveg stórglæsilegt að mati Rúnars og það seinna kom eftir klafs að sögn Rúnars. Undirritaður skaut aðeins á Rúnar með þá greiningu.

„Ég man ekki alveg, smá spil og svo lendir Ægir í einhverju klafsi og nær skoti í gegnum klofið á varnarmanni. Þetta var kærkomið og gaman fyrir Ægi, hann var að vaxa og vaxa inn í leikinn og að hafa þennan kraft í sér í restina að skora þetta mark sýnir hversu öflugur hann er."

„Ég hef séð þetta svo oft hjá honum á æfingum, sakna þess að sjá þetta í leikjum. Maður er með myndatökumann beint fyrir framan nefið á sér og þarf að standa upp til að sjá. Ég sá þetta mjög illa, fannst eins og hann væri einhvern veginn að bögglast með boltann þarna. Ef hann var að sóla þá var þetta eitt af þessum mörkum sem ég hef séð Ægi gera á hverri einustu æfingu,"
sagði Rúnar léttur.

Í gríðarlegu góðu formi
KR-ingar virtust orkumiklir út alla framlenginguna. „Okkur hefur fundist það þjálfurunum að liðið sé í gríðarlega góðu formi, höfum hlaupið alla leiki ofboðslega vel. Auðvitað hefur komið upp á að við höfum þurft að leggjast til baka því andstæðingurinn hefur verið betri og þrýst okkur til baka. En það hefur ekkert með form að gera. Í dag sjáum við að við eigum nóg eftir og líka síðast í Árbænum."

Eitthvað til að hlakka til
KR fer í Víkina í undanúrslitunum. KR hefur farið þangað undanfarin tvö ár í Mjólkurbikarnum.

„Við erum búnir að fara þar síðustu tvö ár og tapað. Það var ekkert gott lið (að fá) eftir, bara góð lið eftir, topp fjögur úr deildinni á síðasta ári. Það skipti í raun engu hverja við hefðum fengið, það hefði allt orðið erfitt," sagði Rúnar.

KR er í 9. sæti Bestu deildarinnar. Gefur þessi sigur liðinu mikið í deildinni?

„Þetta gefur okkur bara fullt, undanúrslitin eru í júlí og við höfum eitthvað til að hlakka til. Við erum ekkert á góðum stað í deildinni, þurfum að reyna lyfta okkur upp töfluna. Ég held að þetta geti verið gulrót fyrir okkur að bíða eftir fram í júlí og standa okkur vel fram að því," sagði Rúnar.

Hann er í viðtalinu einnig spurður út í Jóhannes Kristinn Bjarnason, þriggja miðvarða kerfið og FInn Tómas Pálmason. Viðtalið má sjá í heild sinni efst.
Athugasemdir
banner