Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Antonio: Svo framarlega sem það verður alkóhól verð ég sáttur
Antonio í leiknum í kvöld
Antonio í leiknum í kvöld
Mynd: EPA

Kurt Zouma og Michail Antonio voru eðlilega mjög hressir þegar þeir fóru í viðtal út á velli fljótlega eftir sigur West Ham í úrslitum Sambandsdeildarinnar gegn Fiorentina í kvöld.


Said Benraham og Jarrod Bowen skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri en það er ljóst að það verður djammað í Prag í kvöld.

„Við vildum klára þetta fyrir stuðningsmennina og fjölskyldurnar sem komu hingað. Það eru allir ánægðir, tími til að fagna, nú skulum við djamma," sagði Zouma.

Michail Antonio kann víst að plana alvöru partý en hann ætlar að leyfa Tékkunum Tomas Soucek og Vladimir Coufal að sjá um veisluhöldin í kvöld í heimalandinu sínu.

„Já, en við erum með tvo Tékka hérna svo ég verð að kasta þessu yfir á þá í kvöld. Það er sama hvað gerist, þetta verður gaman, svo framarlega sem það verður alkóhól er ég sáttur," sagði Antonio.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner