Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang og Sanchez eftirsóttir í Sádí-Arabíu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Sádí-arabíski fótboltinn er í stórsókn eftir að ríkisstjórnin þar í landi keypti stærstu knattspyrnufélögin.


Sádarnir eru staðráðnir í að gera sína deild að þeirri bestu í Asíu og ætla að leggja mikið púður í að vekja athygli heimsins á sádí-arabísku deildinni.

Cristiano Ronaldo og Karim Benzema eru nú þegar komnir til Sádí-Arabíu og gætu stórstjörnur á borð við Lionel Messi og N'Golo Kante fylgt þeim.

Pierre-Emerick Aubameyang og Alexis Sanchez eru þeir nýjustu til að bætast við lista leikmanna sem eru orðaðir við skipti til Sádí-Arabíu.

Aubameyang, sem verður 34 ára síðar í júní, á enga framtíð hjá Chelsea en Barcelona og Atletico Madrid eru talin vera áhugasöm. Sóknarmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea, en félagið er líklegast reiðubúið til að hleypa honum burt á frjálsri sölu strax í sumar til að losna við hann af launaskrá.

Al-Ahli og Al-Shabab hafa áhuga á Aubameyang og eru búin að setja sig í samband við umboðsteymi hans. Leikmaðurinn hafnaði tækifæri til að ganga til liðs við Los Angeles FC í febrúar því hann vill halda áfram að spila í Evrópu. Þau áform gætu eflaust breyst með nægilega góðu samningstilboði frá Sádí-Arabíu.

Alexis Sanchez, 34 ára, verður samningslaus í sumar og getur valið á milli nokkurra félaga. Hann leikur fyrir Marseille í Frakklandi sem er búið að bjóða honum nýjan og endurbættan samning.

Sanchez sinnti mikilvægu hlutverki í liði Marseille en núna er hann að líta í kringum sig eftir að honum barst gott samningstilboð frá Al-Fateh í Sádí-Arabíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner