Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 20:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn West Ham grýttu leikmenn Fiorentina
Mynd: EPA

Það er markalaust í hálfleik í úrslitum Sambansdeildarinnar þar sem Fiorentina frá Ítalíu og West Ham frá Englandi eigast við.


Fótboltinn hefur því miður ekki verið í fyrirrúmi en stuðningsmenn West Ham hafa verið duglegir að henda glösum inn á völlinn og í leikmenn Fiorentina.

Leikmennirnir hafa tekið þessu með rólegheitum en fyrirliði ítalska liðsins, Cristiano Biraghi fékk glas í höfuðið þegar hann var að fara taka horn, hann klappaði fyrir stuðningsmönnunum. Fljótlega fór að fossblæða úr höfðinu.

Fiorentina tókst að koma boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en Luca Jovic var í rangstöðunni.


Athugasemdir
banner
banner