Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mið 07. júní 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Óli stóð sig vel á reynslu hjá Sociedad
watermark
Mynd: Aðsend
Ungur Stjörnumaður, Tómas Óli Kristjánsson, var að æfa með U16 liði Real Sociedad í síðustu viku.

Hann stóð sig vel og skoraði m.a. eina mark liðsins í æfingaleik gegn Osasuna sem endaði með 1-1 jafntefli.

Tómas Óli er fæddur árið 2008 og nafn hans rataði einnig í frétt hér á Fótbolta.net fyrir áramót þegar hann fór til Benfica í Portúgal.

Tómas er vinstri kantmaður sem hefur verið valinn í æfingahópa U15 og U16 á þessu ári.

Í október í fyrra spilaði hann þrjá leiki með U15 landsliðinu.

Í sumar hefur hann spilað með 2. og 3. flokki hjá Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner