Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   fös 07. júní 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þetta eru nýju eigendur Burton - Fyrrum fyrirliði FH þar á meðal
Óli Palli.
Óli Palli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni eignaðist hópur fjárfesta frá Norðurlöndunum, Nordic Football Group, enska félagið Burton.

Þar á meðal eru tveir leikmenn í amerísku íshokkídeildinni, NHL, og sex Íslendingar. Þar á meðal er Ólafur Páll Snorrason.

Óli Palli varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með FH á sínum ferli og einu sinni bikarmeistari.

Hann lék einn A-landsleik á sínum ferli og var í tæp þrjú ár á mála hjá Bolton. Hann var síðast í íslenska boltanum árið 2018, var þá þjálfari Fjölnis.

Benedik Hareide, sonur Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, verður yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Burton Albion endaði í 20. sæti C-deildar Englands á nýafstöðnu tímabili.

Hér má sjá listann yfir eigendur félagsins.
Athugasemdir
banner
banner