mið 07. júlí 2021 09:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barca leitar til Chelsea til að fjármagna nýjan samning Messi
Powerade
Griezmann til Chelsea?
Griezmann til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Umtiti til Englands?
Umtiti til Englands?
Mynd: Getty Images
Sterling til Real?
Sterling til Real?
Mynd: EPA
Það helsta í fótboltaslúðrinu er tekið saman af BBC og er það í boði Powerade.



Raheem Sterling (26) er opinn fyrir því að fara frá Man City. Pep Guardiola vill halda Sterling en Real Madrid hefur áhuga. (Athletic)

Gareth Bale (31) gæti lagt skóna á hilluna næsta sumar þegar samningur hans við Real Madrid rennur út. (Mail)

Crystal Palace er í viðræðum um að fá Morgan Rogers (18) frá Man City. Rogers er framherji og vill Patrick Vieira yngja hópinn hjá Palace. (Mail)

Kalvin Phillips (25) er ánægður hjá Leeds og er ekkert á þeim buxunum að yfirgefa félagið samkvæmt umboðsmanni hans. (The I dagblaðið)

Chelsea og Arsenal fylgjast bæði með Edmond Tapsoba (22) miðverði Bayer Leverkusen. (Metro)

Aston Villa ætlar að reyna ganga frá kaupum á Emile Smith Rowe (20) frá Arsenal. (Football Insider)

Arsenal er enn á eftir Ben White (23) og hefur boðið 50 milljónir punda í miðvörðinn. (Brighton Argus)

Southampton hefur trú á því að félagið kræki í Brandon Williams (20) á láni frá Man Utd. (Mail)

Burnley hefur áhuga á Wayne Hennessey (34) sem rann út á samningi hjá Palace á dögunum. Chelsea og Aston Villa hafa einnig áhuga. (Mail)

Barcelona ætlar að bjóða Chelsea að kaupa Antoine Griezmann (30) því félagið á í fjárhagsörðugleikum og vantar pening til að bjóða Lionel Messi nýjan samning. (Star)

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að allt sé í góðum málum varðandi nýjan samning fyrir Messi (34) en Messi er samningslaus sem stendur. (Marca)

Man Utd og Arsenal skoða að fá Samuel Umititi (27) frá Barcelona. (Star)

Arsenal hefur boðið í Houssem Auoar (23) hjá Lyon. Hann er talinn kosta um 25 milljónir punda. (Le10Sport)

Liverpool er klárt í samkeppni við Manchester City varðandi kaup á Piotr Zielenski (27) frá Napoli. (Calciomercato)

Tottenham vill fá Miralem Pjanic (31) frá Barcelona. Juventus hefur einnig áhuga. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner