Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. júlí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kane: Schmeichel hefur rétt fyrir sér
Mynd: Getty Images
Kasper Schmeichel skaut aðeins á Englendinga í gær á blaðamannafundi fyrir leik Danmerkur og Englands sem fram fer í kvöld. Liðin mætast í undanúslitum EM og hefst leikurinn klukkan 19:00.

„Þú þekkir frasann 'hann er að koma heim', hvað myndi það þýða fyrir ykkur að koma í veg fyrir að hann komi heim?" spurði blaðamaður danska markvörðinn.

Schmeichel svaraði hissa á svipinn: „Hefur hann einhverntíman komið heim? Ég veit það ekki, hafið þið unnið EM?" Danir urðu Evrópumeistarar árið 1992 en Englendingar hafa aldrei unnið EM en Englendingar unnu HM árið 1966. Blaðamaðurinn svaraði einmitt „Hann var heima '66".

Harry Kane, fyrirliði Englands, var spurður út í þessi ummæli Schmeichel. „Hann hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að fótboltinn hafi ekki komið heim í þessari keppni. En við erum í góðri stöðu, tveimur leikjum frá því að vinna keppnina. Það er mikilvægt að við einbeitum okkur að kvöldinu og því sem við getum gert. Við vitum að ef við gerum hlutina rétt þá ætti það að vera nóg til að koma okkur á þann stað sem við viljum vera," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner