Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 07. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kristinn V. Jóhannsson vallarstóri ársins í fimmta sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, hlaut verðlaun í vikunni fyrir að vera vallarstjóri ársins 2021.


Verðlaunin eru veitt af félagsmönnum Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna Íslands, SÍGÍ, og er þetta í fimmta sinn sem Kristinn hlýtur þessa nafnbót. Hann var vallarstjóri ársins þrjú ár í röð frá 2013 til 2015.

Samtök íþrótta- og golfvallastarfsmanna Íslands stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sjá þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum landsins.

Til gamans má geta að Kristinn spilaði á sínum tíma nokkra keppnisleiki með Víði í 3. deild og Úlfunum í 4. deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner