Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 07. júlí 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Myndir frá sögulegu kvöldi í Manchester
England fór með sigur af hólmi.
England fór með sigur af hólmi.
Mynd: EPA
England vann 1-0 sigur á Austurríki í opnunarleik Evrópumótsins í gærkvöld. Leikurinn fór fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United.

Það var Beth Mead sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum. Var það mark sem dugði Englendingum til sigurs.

Þetta var sögulegt kvöld því þarna var sett áhorfendamet á Evrópumótinu. Það mættu rúmlega 68 þúsund manns á leikinn og sáu England fara með sigur af hólmi.

„Það var ógeðslega gaman að sjá það og stórt að sjá að það sé kominn svona mikill áhugi. Þetta er klárlega leikur sem við hefðum viljað spila. Þegar maður var að horfa á dráttinn þá var maður bara að hugsa að þetta var leikurinn. Það voru flott gæði í þessum leik og mér fannst bæði lið vera að spila mjög vel. Þetta var bara frábær byrjun á mótinu," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður Íslands, fyrir æfingu í dag er hún var spurð út í leikinn.

Þetta er enn eitt dæmið um það að kvennaboltinn er að vaxa ótrúlega mikið.

Hægt er að sjá myndir frá leiknum í þessari frétt.


Athugasemdir
banner
banner