Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 07. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
U16 mætir Finnlandi í úrslitaleik um 5. sætið
Kvenaboltinn
Mynd: KSÍ

U16 landslið kvenna keppir úrslitaleik við Finnland um 5. sæti Norðurlandamótsins klukkan 09:00 að íslenskum tíma.


Stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum gegn gestgjöfunum í Noregi 5-2 en unnu svo Indverja 3-0 og tryggðu sér þar með úrslitaleik um fimmta sæti.

Leikurinn við finnsku stelpurnar er sá síðasti í mótinu og er flogið heim seinni part dagsins. 

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefsíðu KSÍ.


Athugasemdir
banner