Heiða Ragney Viðarsdóttir var hæstánægð að leikslokum eftir 4-0 sigur Breiðabliks gegn FH í 12. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 0 - 4 Breiðablik
„Glöð að taka þessi þrjú stig beint inn í pásuna þannig við erum bara fegnar að vera búnar með þessar tvær vikur sem voru virkilega erfiðar. Þá er bara gott að enda á sigri.“
Breiðablik hefur spilað marga leiki að undanförnu en framundan er kærkomin landsleikjapása.
„Já þetta var alveg orðið too much þarna þannig við erum bara glaðar að fara með nóg af stigum inn í þessa pásu.“
Það fór ekki framhjá neinum í dag að Heiða átti þónokkur skot. Hún skaut meðal annars í slánna eftir aukaspyrnu af 30 metra færi og átti góðan skalla sem var varinn glæsilega af Aldísi í marki FH. Heiða var því spurð hvort þetta voru einhver fyrirmæli frá Nik þjálfara Breiðabliks.
„Já græðgi í mér. Hann sagði í gær að Barbára ætti að fara taka aukaspyrnurnar. Þannig ég ætlaði sko að sýna að ég gæti skotið.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.