Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mið 07. ágúst 2019 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nokkrir leikmenn voru enn í Vestmannaeyjum, á Þjóðhátíð," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Upphitun var léleg og við náðum engan veginn takti. Við gerðum fáránleg mistök. Stjörnumenn voru ekki það góðir heldur. Þeir tróðu inn tveimur mörkum í seinni hálfleik, en við tókum völdin eftir það. Heilt yfir voru þetta vonbrigði, þetta var langt frá þeim standard sem við ætlum að setja okkur sem klúbbur."

„Það er alltaf sama gamla sagan. Þegar við erum nálægt því að stíga eitthvað skref þá skítum við í brækurnar. Þetta eru vonbrigði, Stjarnan voru ekki góðir, þeir voru 'unfit'."

„Ég er pirraður og ég ætla að segja það sem mér finnst. Ég elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu. Þeir voru þreyttir síðustu 30 mínúturnar og þetta er ekki boðlegt ef við ætlum að ná árangri. Víkingur, Stjarnan, Valur, öll þessi lið, við þurfum að gefa aðeins í 'fitness' og æfa meira."

Ég get gert þetta í strigaskóm
Arnar stillti upp í sóknarsinnað kerfi, en hann var pirraður á þeim mistökum sem hans menn gerðu.

„Mér fannst þessi uppstilling líta mjög vel út á pappír, en við töpuðum leiknum. Það var ekki vandamálið, vandamálið voru fimm metra sendingar, metra sendingar. Það sem ég get gert í strigaskóm. Þetta var lélegt."

„Við vorum næstum því alltaf komnir í gegn. Það vantaði lokasendingu, menn voru að hlaupa mikið með boltann. Menn voru að gera hluti sem við höfum ekki verið að gera í sumar. Sem þjálfari ber ég auðvitað ábyrgð á þessu. Þetta var bara lélegt."

Þetta athyglisverða viðtal við Arnar Gunnlaugsson má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner