Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 07. ágúst 2020 19:50
Aksentije Milisic
Dróni flaug yfir æfingasvæði Bayern Munchen - Lögreglan rannsakaði málið
Þessi dróni tengist fréttinni ekki beint.
Þessi dróni tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dróni sást fljúga yfir æfingasvæði Bayern Munchen í hádeginu í dag er liðið var að æfa og undirbúa sig fyrir leikinn gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Þýsku meistararnir voru á sinni síðustu æfingu fyrir leikinn mikilvæga þegar dróninn sást og þurfti að stöðva æfingu liðsins. Lögreglan var kölluð á svæðið í kjölfarið.

Lögreglan komst að því að fjórir fullorðnir einstaklingar og eitt barn stóðu á bakvið þetta en þýska blaðið Bild sagði að þetta hafi verið „skaðlaust flug".

Lögreglan sá til þess að myndefnið frá drónanum hafi verið eytt samstundis en mennirnir á bak við drónann sögðu að þeir vildu sýna barninu hvernig æfingasvæði Bayern Munchen liti út.

Bayern Munchen og Chelsea mætast á morgun á Allianz Arena kl.19 en fyrri leikur liðanna endaði með 3-0 sigri Bayern.
Athugasemdir
banner
banner