Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 07. ágúst 2020 21:36
Aksentije Milisic
Guardiola: Viljum vinna Meistaradeildina og þetta var eitt skref
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var að vonum ánægður með sína lærisveina eftir sigurinn gegn Real Madrid í kvöld í Manchester borg.

Manchester City vann Real 2-1 og einvígið samanlagt 4-2 og mætir Lyon í 8-liða úrslitunum í næstu viku.

„Við sköpuðum okkur mörg færi og skoruðu tvö mörk eftir mistök hjá þeim. Við reyndum að sannfæra okkar leikmenn að sækja og sækja en það er ekki auðvelt gegn þessu liði," sagði Pep.

„Við reyndum að pressa þá, stundum virkar það, stundum ekki. Heilt yfir vorum við góðir. Þetta var mikilvægur sigur. Zidane tapar aldrei leikjum í útsláttarkeppninni en við unnum þá tvisvar."

„Við ætlum að reyna vinna Meistaradeildina og þetta er eitt skref í áttina að því. Ef þú vilt vinna þessa keppni verðuru að vinna stærstu liðin. Núna höfum við átta daga til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Lyon."
Athugasemdir
banner
banner