Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. ágúst 2022 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard með sama sigurhlutfall og Neville hjá Valencia
Steven Gerrard
Steven Gerrard
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa á Englandi, hefur tapað þrettán úrvalsdeildarleikjum frá því hann tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð en hann er með sama sigurhlutfall og Gary Neville var með hjá Valencia á Spáni.

Neville átti auðvitað farsælan feril sem leikmaður en var aðstoðarþjálfari hjá enska landsliðinu áður en hann fékk næsta gigg í þjálfun.

Hann tók við Valencia á Spáni, en það var feit pæling sem gekk einfaldlega ekki upp. Hann stýrði liðinu í 28 leikjum þar sem það vann aðeins tíu og tapaði ellefu.

Neville var látinn fara tæpum fjórum mánuðum eftir að hann var ráðinn og hefur hann ekki þjálfað síðan. Fékk hann þá mikla gagnrýni fyrir störf sín hjá spænska liðinu.

Einn notandi á Twitter birtir mjög svo áhugaverða tölfræði en þar ber hann saman tíma Neville hjá Valencia og Gerrard hjá Villa en hún er sláandi lík. Þeir eru báðir með 35 prósent sigurhlutfall en Neville tapaði færri leikjum en Gerrard yfir 28 leiki.

Gerrard hjá Aston Villa: 10 sigrar, 5 jafntefli og 13 töp = 35% sigurhlutfall
Neville hjá Valencia: 10 sigrar, 7 jafntefli og 11 töp = 35% sigurhlutfall

Aston Villa byrjaði á tapi í ensku úrvalsdeildinni um helgina er liðið beið lægri hlut fyrir Bournemouth, 2-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner