Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 07. ágúst 2022 11:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neto frá Barcelona til Bournemouth (Staðfest)

Bournemouth hefur staðfest komu Neto til félagsins. Hann kemur á frjálsri sölu frá Barcelona og gerir eins árs samning við enska félagið.


Þessi 33 ára Brasilíumaður var varaskeifa fyrir Marc Andre ter Stegen hjá Barcelona síðustu þrjú ár og spilaði 21 leik fyrir félagið.

Honum er ætlað að berjast við Mark Travers um stöðu aðalmarkvarðar liðsins.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni krækja í. Hinir þrír eru Joe Rothwell, Ryan Fredericks og Marcus Tavernier.


Athugasemdir
banner
banner