Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   mið 07. ágúst 2024 21:00
Sölvi Haraldsson
Æfingaleikir: Arsenal fór létt með Þýskalandsmeistarana
Þessir voru á skotskónum í dag.
Þessir voru á skotskónum í dag.
Mynd: EPA

Arsenal tók á móti þýskalandsmeisturunum, Bayer Leverkusen, æfingarleik í dag á Emirates vellinum í Lundúnum þar sem Skytturnar unnu 4-1 sigur.


Arsenal byrjuðu leikinn sterkt en þeir voru 2-0 yfir eftir 9 mínútur þegar Zinchenko og Trossard skoruðu. Gabriel Jesus var þá einnig á skotskónum en hann kom Arsenal yfir í 3-0 rétt fyrir hálfleik. 

Um miðjan fyrri hálfleik skoraði fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen fyrir Arsenal, Kai Havertz og staðan því orðin 4-0 fyrir Arsenal. Hinn tékkneski Adam Hlozek skoraði þó fyrir þjóðverjana þegar rúmt korter var eftir af leiknum og þar við sat.

Arsenal enduðu í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra og einnig árinu þar á undan eftir rosalegt kapphlaup við Manchester City. 

Bayer Leverkusen fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina en töpuðu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Atlanta, 3-0.

Í öðrum æfingaleikjum í dag vann Aston Villa Athletic Bilbao 3-2 en Jacob Ramsey, Jaden Philogene-Bidace og Cameron Archer, skotmark Bournemouth, skoruðu mörkin fyrir Villamenn.

Þá gerðu Southampton og Lazio 1-1 jafntefli þar sem leikmaður Lazio skoraði eitt svakalegt mark sem hægt er að sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner