Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mið 07. ágúst 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tim Ream til Charlotte FC (Staðfest) - Kveður sem goðsögn
Mynd: EPA
Tim Ream hefur yfirgefið Fulham, félagið greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag. Hann átti innan við ár eftir af samningi sínum við félagið og hefur verið þar í níu ár. Hann er genginn í raðir Charlotte FC í bandarísku MLS deildinni.

Ream kom til Fulham frá Bolton árið 2ö15 og lék yfir 300 leiki í öllum keppnum.

Það eru breytingar í varnarlínu Fulham því Tosi Adarabioyo fór til Chelsea í sumar. Fulham krækti í Jorge Cuenca frá Villarreal og skoða hvort hægt sé að fá Diego Carlos frá Aston Villa.

Í færslu á X segir Fulham að Ream kveðji sem goðsögn.

Bandaríkjamaðurinn verður 37 ára í október. Hann var hjá Chicago Fire og New York Red Bulls áður en hann hélt til Bolton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner