Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. september 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Jói rýnir í toppslaginn: Spáir sigurmarki undir lokin
Þór/KA og Breiðablik mætast í stórleik á morgun.
Þór/KA og Breiðablik mætast í stórleik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net.
Jóhann Kristinn Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA vann fyrri leik liðanna í suma 2-0.
Þór/KA vann fyrri leik liðanna í suma 2-0.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Breiðablik og Þór/KA mætast á Kópavogsvelli klukkan 14:00 á morgun í uppgjöri toppliðanna í Pepsi-deild kvenna.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, rýndi í leikinn á morgun. Búast má við hörkuleik en einungis tvö stig skilja liðin að þegar þrjár umferðir eru eftir.

Breiðablik - Þór/KA
Stórleikur Breiðabliks og Þór/KA er algjör úrslitaleikur í Pepsi deild kvenna þetta árið.

Vissulega eiga liðin tvo leiki eftir þennan en fari svo að Þór/KA tapi stigum í leiknum má segja að Breiðablik verði komnar með ansi marga fingur á bikarinn.

Leikurinn fer fram á heimavelli Breiðabliks en þangað hefur enginn sótt neitt þetta árið. Algjört vígi. Allir heimaleikir Breiðabliks hafa unnist í sumar og þær hafa aðeins fengið á sig tvö mörk á Kópavogsvelli. Það er ansi sterk tölfræði.

Útivallaárangur Þór/KA fyrir framan markið er nú samt ekkert slor og sautján deildarmörk skoruð utan Akureyrar í sumar er alls ekki slæmt.

Það verður því spennandi að sjá hvort þessi magnaði heimavallaárangur Blika dugi til að halda aftur af marka-síþyrstum norðankonum í þessum leik.

Liðin eiga bæði erfiða leiki eftir þennan. Þó má færa fyrir því rök að Breiðablik standi aðeins betur að vígi hvað það varðar. Eftir leikinn fá þær Selfoss í heimsókn og enda svo á Hlíðarenda gegn Val.

Þór/KA þarf hinsvegar að taka á móti stórliði Wolfsburg aðeins fjórum dögum eftir leikinn gegn Breiðabliki. Þar á eftir koma Valsstúlkur norður í heimsókn og Þór/KA á svo erfiðan útileik í síðustu umferð Pepsi deildarinnar gegn Stjörnunni í Garðabænum.

Bæði lið geta spilað þéttan og skipulagðan varnarleik og það verður örugglega ofarlega í huga beggja þjálfara. A.m.k. framan af. Það ætti þó að vera í höndum Breiðabliks að vera við stjórnvölinn í leiknum þar sem jafntefli yrðu ekkert hræðileg úrslit. Þekkjandi þó til leikmanna og þjálfara þar á bæ hef samt trú á því að leikið verði til sigurs. Hjá Þór/KA kemur ekkert annað til greina en sigur í þessum leik ætli þær sér að eiga möguleika á titlinum.

Í svona stórum leik tveggja stórra félaga skiptir engu hvort einhverja leikmenn vantar og hverjir spila. Allt lagt undir og bæði lið hafa leikmenn innan sinna raða sem geta breytt svona leikjum. Í báðum liðum eru sterkir sóknarmenn, öflugir miðjumenn, massífar varnir og sterkir markverðir.

Það er einhver tilfinning sem segir að leikurinn verði lokaður og jafn. Lítið um opin færi. Eigum við ekki að segja að úrslitin ráðist á einu marki og það verða gestirnir sem skora það undir lok leiks.

Baráttan um íslandsmeistaratitilinn verði því hnífjöfn og spennandi eftir þennan stórleik!

Allir á völlinn!

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner