Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 07. september 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spáin fyrir enska - 10. sæti
Southampton
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhüttl - stjórinn
Ralph Hasenhüttl - stjórinn
Mynd: Getty Images
Danny Ings - markaskorari!
Danny Ings - markaskorari!
Mynd: Getty Images
Che Adams.
Che Adams.
Mynd: Getty Images
James Ward-Prowse
James Ward-Prowse
Mynd: Getty Images
Ganverjinn Mohammed Salisu er kominn frá Valladolid.
Ganverjinn Mohammed Salisu er kominn frá Valladolid.
Mynd: Getty Images
Stórtapið gegn Leicester.
Stórtapið gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 10. sæti er Southampton.

Um liðið: Southampton er félag sem staðsett er á suðurströnd Englands. Helsti nágrannarígurinn er við Portstmouth. Liðið hefur einu sinni orðið enskur bikarmeistari, árið 1976 og hefur félagið verið í efstu deild samfleytt frá árinu 2012.

Staða á síðasta tímabili: 11. sæti

Stjórinn: Ralph Hasenhüttl
Ralph tók við Dýrlingunum um mitt tímabil 2018/19. Eftir að hafa steinlegið gegn Leicester á liðinni leiktíð bjuggust einhverjir við því að Ralph yrði látinn fara en Dýrlingarnir héldu sig við Austurríkismanninn og sjá líklega ekki eftir því. Liðið vann fjóra leiki og gerði þrjú jafntefli í síðustu sjö leikjum deildarinnar í fyrra og Ralph getur verið sáttur með sitt starf.

Styrkleikar: Einn af betri stjórum deildarinnar sem og einn besti markaskorari deildarinnar. Að hafa markaskorara sem skilar 20 mörkum er eitthvað sem fá lið fyrir neðan Southampton í spánni búa yfir. Liðið var þá með þriðja besta árangur allra liða á útivelli á síðustu leiktíð.

Veikleikar: Varnarleikur Southampton var ekki upp á marga fiska á síðustu leiktíð og fékk liðið á sig 60 mörk, tíu mörkum meira en Crystal Palace sem fékk tíu stigum færra. Þá var heimavallarárangur Dýrlinganna hörmung, sá næstlélagasti í deildinni - 21 stig í 19 leikjum.

Talan: 8. Fyrirliðinn James Ward-Prowse spilar í treyju númer átta. Hinn 25 ára Ward-Prowse er enskur landsliðsmaður og fór í gegnum unglingastarfið hjá Southampton.

Lykilmaður: Danny Ings
Danny Ings var stórkostlegur með Dýrlingunum á síðustu leiktíð og ein helst ástæða þess að Southampton endaði í 11. sæti. Ings skoraði 22 af 51 marki liðsins. Einungis Jamie Vardy skoraði meira en Ings í deildinni á síðustu leiktíð.

Fylgstu með: Che Adams
Che var keyptur frá Birmingham fyrir síðustu leiktíð og fór hann ansi hægt af stað hjá nýju félagi. Fyrsta mark Adams, sem spilar sem framherji eða fremsti maður á miðju, kom ekki fyrr en í júlí en hann endaði tímabilið nokkuð sterkt og skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjunum og fjögur mörk í síðustu sex. Einnig verður gaman að sjá hvernig Mohammed Salisu, miðvörðurinn sem keyptur var frá Valladolid, kemur inn í lið Dýrlinganna.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Það var auðvitað við hæfi að Dýrlingarnir sem spila á velli heilagrar Maríu hafi gjörsamlega risið upp frá dauðum eftir 9-0 tapið á síðustu leiktíð og endaði mótið bara nokkuð vel enda með einn besta stjórann í deildinni við stjórnvölinn. Hasenhüttl er aðeins að reyna að stoppa í götin í vörninni með kaupum á tveimur varnarmönnum en það er erfitt að sjá Southampton gera mikið meira en að berjast í besta falli um miðja deild miðað við leikmannahópinn og þau litlu fjárráð sem liðið hefur. Fáir leikmenn unnu fleiri stig fyrir sitt lið á síðustu leiktíð en Danny Ings og er augljóslega mjög mikilvægt fyrir Southampton að hann eigi annað svipað tímabil. Fylla þarf skarð Höjberg á miðjunni og fá einhvern meira skapandi og auðvitað mann með betra viðhorf til liðsins.”

Komnir:
Kyle Walker-Peters frá Tottenham - 12 milljónir (var á láni)
Mohamed Salisu frá Valladolid - 10,9 milljónir

Farnir:
Mohamed Elyounoussi til Celtic - Áfram á láni
Pierre-Emile Höjbjerg til Tottenham - 15 milljónir
Cedric Soares til Arsenal - Frítt
Mario Lemina til Fulham - Lán
Harrison Reed til Fulham - 6 milljónir

Fyrstu leikir: Palace (Ú), Tottenham (H) og Burnley (Ú)

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Southampton, 113 stig
11. Sheffield United, 101 stig
12. Burnley, 99 stig
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner