Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 05. september 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 12. sæti
Burnley
Jóhann Berg er leikmaður Burnley.
Jóhann Berg er leikmaður Burnley.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche hefur stundum verið kallaður rauðhærði Mourinho.
Sean Dyche hefur stundum verið kallaður rauðhærði Mourinho.
Mynd: Getty Images
Nick Pope, markvörður Burnley.
Nick Pope, markvörður Burnley.
Mynd: Getty Images
James Tarkowski er flottur miðvörður.
James Tarkowski er flottur miðvörður.
Mynd: Getty Images
Hinn efnilegi Dwight McNeil á ferðinni.
Hinn efnilegi Dwight McNeil á ferðinni.
Mynd: Getty Images
Burnley er spáð 12. sæti.
Burnley er spáð 12. sæti.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 12. sæti er Burnley.

Um liðið: Burnley hefur einhvern veginn bara fest sig í sessi sem úrvalsdeildarlið. Það hafa nánast engin vandræði verið síðustu leiktíð, liðið hefur forðast fallbaráttu og jafnvel blandað sér í baráttuna um Evrópusæti. Burnley hafnaði um miðja deild á síðustu leiktíð og ef spá fréttaritara rætist þá mun það gerast aftur.

Staða á síðasta tímabili: 10. sæti.

Stjórinn: Sean Dyche, englaröddin sem oft er kallaður rauðhærði Mourinho. Hann hefur náð mögnuðum árangri með Burnley með því að festa liðið í deild þeirra bestu. Hann hefur ekki fengið mest fjármagn í heimi til að byggja hópinn sinn á, en hann hefur gert virkilega vel og er mjög vel liðinn innan leikmannahópsins. Eitthvað var talað um það undir lok síðasta tímabils að hann væri að gefast upp hjá Burnley en hann verður áfram við stjórnvölinn.

Styrkleikar: Það þekkja allir leikmenn Burnley skipulagið og eru mjög samrýmdir. Þetta er svolítið eins og íslenska landsliðið. Það eru allir tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan. Dyche lætur sína menn spila upp á sína styrkleika og hann heldur mönnum á tánum. Einn stærsti styrkleiki Burnley eru miðverðirnir og markvörðurinn. Ben Mee, James Tarkowski og Nick Pope. Allir frábærir.

Veikleikar: Lítið hefur verið bætt við leikmannahópinn í sumar og það vantar meiri breidd. Manni finnst eins og Turf Moor eigi að vera meiri gryfja. Liðið tapaði sjö deildarleikjum í fyrra og vann sjö. Heimavallarárangurinn gæti klárlega verið betri.

Talan: 6. Byrjunarliðsleikir Jóhanns Bergs á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann byrjaði aðeins sex leiki vegna meiðsli. Vonandi verða þeir fleiri á þessari leiktíð.

Lykilmaður: Nick Pope
Gefum markverðinum þetta. Fyrir síðasta tímabil var Burnley með þrjá flotta markverði í Joe Hart, Tom Heaton og Pope. Sá síðastnefndi kom, sá og sigraði. Hann tók stöðuna og var frábær, með betri markvörðum deildarinnar ef ekki sá allra besti. Hann gerir stórt tilkall í að vera landsliðsmarkvörður Englendinga.

Fylgstu með: Jóhann Berg Guðmundsson
Auðvitað fylgjumst við með okkar manni. Ekki bara af því að hann er Íslendingur, líka af því hann er að koma til baka eftir erfitt tímabil þar sem meiðsli léku hann grátt. Við höfum fulla trú á því að hann komi sterkur til baka og verði frábær í Burnley á þessu tímabili.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með því sem Sean Dyche hefur gert með þetta litla félag sem hann hefur nánast mótað frá toppi til táar eftir sinni hugmyndafræði. Dyche gerir hlutina á einfaldan hátt og hann vill hafa leikmenn og starfslið í kringum sig sem eru tilbúnir að leggja það á sig sem þarf til þess að halda liðinu í deild þeirra bestu með lítil fjárráð og lítinn leikmannahóp. Sjálfur segir Dyche að liðið sé ekki orðið stabílt úrvalsdeildarlið þannig ekki er von á miklum breytingum eins og lítil hreyfing á leikmannamarkaðnum hefur sýnt. Burnley mun áfram spila sinn beinskeytta bolta og á meðan allir róa í sömu átt getur liðið haldið áfram að vera eitt af tíu bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.”

Komnir:
Will Norris frá Wolves - Frítt

Farnir:
Aaron Lennon - Frítt
Joe Hart til Tottenham - Frítt
Jeff Hendrick til Newcastle - Frítt
Ben Gibson til Norwich - Á láni

Fyrstu leikir: Leicester (Ú), Southampton (H), Newcastle (Ú).

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Burnley, 99 stig
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner