Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 05. september 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spáin fyrir enska - 13. sæti
Leeds
Sigrinum á Championship deildinni fagnað.
Sigrinum á Championship deildinni fagnað.
Mynd: Getty Images
Metkaup - Rodrigo.
Metkaup - Rodrigo.
Mynd: Heimasíða Leeds
Maður fólksins - Marcelo Bielsa.
Maður fólksins - Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Pablo Hernandez.
Pablo Hernandez.
Mynd: Getty Images
Patrick Bamford var markahæstur á liðinni leiktíð
Patrick Bamford var markahæstur á liðinni leiktíð
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips er í enska landsliðshópnum.
Kalvin Phillips er í enska landsliðshópnum.
Mynd: Getty Images
Eftir undirbúningstímabil í styttri kantinum mun enska úrvalsdeildin hefjast aftur þann 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 13. sæti er Leeds.

Um liðið: Leeds er loksins komið upp í efstu deild eftir langa dvöl í B- og C-deild (fall úr úrvalsdeild árið 2004). Leeds er sögufrægt félag með marga stuðningsmenn hér á landi. Liðið hefur þrisvar sinnum orðið Englandsmeistari, síðast vorið 1992 (síðasta tímabilið fyrir stofnun úrvalsdeildarinnar).

Staða á síðasta tímabili: 1. sæti í Championship.

Stjórinn: Marcelo Bielsa tók við Leeds fyrir þarsíðasta tímabil. Hann kom liðinu í umspilið á síðasta tímabili og sigraði næstefstu deild nú í vor. Bielsa er mjög virtur í þjálfarabransanum og eru t.a.m. Guardiola, Zidane, og Pochettino miklir aðdáendur þegar kemur að fótboltalegum pælingum. Þrátt fyrir að vera hátt skrifaður meðal annarra þjálfara hefur Bielsa ekki unnið marga titla á ferli sínum en leikstíllinn hefur heillað. Enskukunnáttan er takmörkuð og hefur Bielsa notast við túlk í viðtölum eftir leiki.

Styrkleikar: Varnarleikurinn var mikill styrkleiki liðsins á síðustu leiktíð. Liðið heldur hins vegar ekki Ben White sem mun leika með Brighton. Bielsa þarf jafngóðan eða betri mann í stað White til að halda varnarleiknum góðum, Robin Koch þarf að vera góður. Kalvin Philips ver vörnina sem djúpur miðjumaður og er hann kominn í enska landsliðshópinn fyrir góða frammistöðu í liði Leeds. Samheldni er þá einn af helstu styrkleikum liðsins og allir eru tilbúnir að berjast fyrir liðsfélagann.

Veikleikar: Breiddin er lítil sem er kannski eðlilegt hjá nýliðum. Þrátt fyrir að hafa keypt Koch þá væri gott fyrir Leeds að fá inn allavega einn varnarmann í viðbót.

Talan: 16. 16 ár eru frá því að Leeds lék síðast í úrvalsdeildinni. Spennandi að fá liðið í deild þeirra bestu á Englandi.

Lykilmaður: Pablo Hernandez
Pablo hefur verið besti maður liðsins síðan Bielsa tók við, sá leikmaður sem býr til hvað mest fram á við. Hans framlag hefur oft á tíðum breytt jafnteflum í sigra. Pablo er ekkert að yngjast og hefur stundum byrjað leiki á bekknum og komið inn þaðan með aðra vídd á sóknarleikinn.

Fylgstu með: Rodrigo
Leeds braut bankann þegar félagið krækti í Rodrigo frá Valencia í sumar. 27 milljónir punda er félagsmet, 9 milljónum meira en Rio Ferdinand kostaði á sínum tíma. Rodrigo var á síma tíma gerður að launahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Hann er framherji sem fæddur er í Brasilíu en hefur leikið með spænska landsliðinu. Hann skoraði fjögur mörk í 27 deildarleikjum með Valencia á liðinni leiktíð.

Tómas Þór Þórðarson - ritstjóri enska boltans hjá Símanum:
„Bielsa og túlkurinn hans eru mættir! Loksins, loksins er þetta risastóra félag mætt með allan sinn stuðning sem það fær hér á Íslandi. Fyrir þá tólf fótboltaáhugamenn sem ekki vita þá vill Pep Guardiola meina að Marcelo Bielsa sé besti þjálfari heims. Hann leggur líf sitt í hverja einustu mínútu fyrir félagið og verður meira en lítið áhugavert að sjá hvernig honum gengur í erfðustu deild heims. Eigendur Leeds eru flottir og ætla sér ekki að fara niður aftur. Búið er að kaupa Hélder Costa frá Úlfunum fyrir 17 milljónir punda og þá er spænski framherjinn Rodrigo mættur frá Valencia. Ekki má láta blekkast af litlu markaskori Rodrigo á Spáni á síðustu tveimur leiktíðum því þrátt fyrir að hann skoraði “aðeins” tólf mörk lagði hann upp önnur fimmtán.”

Komnir:
Hélder Costa frá Wolves - 16 milljónir
Illan Meslier frá Lorient - 5 milljónir
Jack Harrison frá Man City - Lán
Rodrigo frá Valencia - 30 milljónir
Sam Greenwood frá Arsenal - Óuppgefið
Joel Gelhardt frá Wigan - 1,5 milljónir
Robin Koch frá Freiburg - 12,9 milljónir

Farnir:

Fyrstu leikir: Liverpool (Ú), Fulham (H), Sheffield Utd (Ú)

Þau sem spáðu: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Ester Ósk Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Sverrir Örn Einarsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. Leeds, 95 stig
14. West Ham, 93 stig
15. Crystal Palace, 80 stig
16. Newcastle, 76 stig
17. Brighton, 49 stig
18. Aston Villa, 39 stig
19. Fulham, 30 stig
20. West Brom, 20 stig

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner